Innlent

Samningar tókust ekki við tónlistarkennara í kvöld

Bjarki Ármannsson skrifar
Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið yfir í rétt tæplega mánuð.
Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið yfir í rétt tæplega mánuð. Vísir/Ernir

Samningafundi Félags tónlistarkennara og Sambands sveitarfélaganna lauk á níunda tímanum í kvöld án samkomulags. Boðað hefur verið til næsta fundar klukkan ellefu í fyrramálið. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, segist ekki geta tjáð sig um það að svo stöddu hvort miðað hafi áfram á fundinum í dag, sem stóð yfir í nærri hálfan sólarhring.

„Menn eru bara á kafi að vinna og það er alltaf jákvætt,“ segir Inga Rún. „Við höldum því bara áfram á morgun.“

Boðað var til fundarins með stuttum fyrirvara og á honum var nýtt tilboð til tónlistarkennara lagt fram. Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið yfir í rétt tæplega mánuð.

Ekki náðist í fulltrúa Félags tónlistarkennara við vinnslu fréttarinnar. 


Tengdar fréttir

Illa gengur að semja

Ekkert gekk í samningviðræðum þegar að samninganefndir Félags tónlistarskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga komu til sáttafundar hjá Ríkissáttarsemjara í gær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.