Innlent

Áfram fundað með tónlistarkennurum á morgun

Bjarki Ármannsson skrifar
Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið yfir í nær mánuð.
Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið yfir í nær mánuð. Vísir/Valli
Samningafundi sveitarfélaganna við Félag tónlistarkennara var slitið á fimmta tímanum í dag án niðurstöðu. Næsti fundur hefur verið boðaður klukkan eitt á morgun.

Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, vildi lítið segja um gang mála en segir þó að viðræður þokist áfram. Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið yfir í nær mánuð. Samstöðufundur til stuðnings tónlistarkennurum stendur yfir í Hörpu um þessar mundir, en hægt er að fylgjast með honum í beinni útsendingu.


Tengdar fréttir

Sýna tónlistarkennurum stuðning

Fjölmargir listamenn tóku þátt í myndbandi til stuðnings verkfalls tónlistarkennara, en kennarar eru áhyggjufullir yfir stöðu mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×