Innlent

Fyndið íslenskt myndband um klukkubreytingu slær skyndilega í gegn á Youtube

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Oskaar hefur vakið alheimsathygli
Oskaar hefur vakið alheimsathygli
„Íslendingurinn Oskaar“ hefur slegið í gegn með fimm ára gömlu Youtube-myndbandi sem hann sendi til Ástrálíu. Myndbandið var gert til þess að varpa ljósi á myrkrið hér á landi (já, ætlaður orðaleikur). Tilefnið var kosningar í vesturhluta Ástralíu, um hvort breyta ætti klukkunni þar og taka upp vetrar- og sumartíma.

Myndbandið má sjá hér að neðan.



Samkvæmt heimildum Vísis er maðurinn í myndbandinu þó ekki íslenskur, heldur er hann Ástrali sem fluttist hingað til lands. Þó verður að segjast að framburður hans á orðinu „heyrðu“ var með öllu hnökralaus. Með hæðni tekst honum að fjalla um áhrifin sem hið íslenska skammdegi hefur á fólk og hvetur fólkið í Ástralíu til þess að taka upp breytingar á klukkunni. Myndbandið hafði þó ekki tilætluð áhrif því almenningur kaus gegn fyrirhuguðum breytingum.

Myndbandið var gert fyrir fimm árum síðan, en sló í gegn í byrjun vikunnar, eftir að það fór um vefinn Reddit. Horft hefur verið á það rúmlega átta hundruð þúsund sinnum og má sjá á línuriti yfir áhorfið hversu hratt það hefur aukist.

Hér má sjá hversu mikið áhorfið hefur aukist á myndbandinu. Línan er nánast lóðrétt.
Á vefnum MIC er fjallað um myndbandið og breytingar á klukkunni. Fjallað er um birtuna og myrkrið hér á landi í greininni. Þar kemur fram að Íslendingar fá allt frá þremur klukkustundum til tuttugu og einnar af sólskini. Fjallað er um kosti en aðallega galla þess að breyta klukkunni. Í greininni eru settar fram ýmis rök gegn því að hafa vetrartíma og sumartíma, þ.e. breyta klukkunni tvisvar á ári. Einnig er bent á grein sem birtist á vefnum The Atlantic sem segir þessar breytingar vera helstu skömm Bandaríkjanna. 

Í greininni sem birtist á MIC er litið á það sem góða hugmynd að hámarka sólskinsstundir og það lagt til að færa klukkuna fram og halda henni þannig. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×