Erlent

AC/DC í húrrandi vandræðum

Jakob Bjarnar skrifar
Það á ekki af hinni fornfrægu AC/DC að ganga þessa dagana.
Það á ekki af hinni fornfrægu AC/DC að ganga þessa dagana.
Phil Rudd, sextugur trymbill hinnar fornfrægu hljómsveitar AC/DC mætti í dag fyrir Ný-Sjálenskan rétt en honum er gefið að sök að hafa, ásamt öðrum bruggað tveimur ónefndum mönnum launráð, ætlað að drepa þá.

Þetta eru alvarlegar ásakanir því samkvæmt ný-sjálenskum lögum varðar slíkt ráðabrugg tíu ára fangelsi. Rudd er jafnframt gefið að sök að hafa haft í fórum sínum eiturlyf, methamfetamín og kannabis, en lögreglan réðst til inngöngu að heimili Rudds á þriðjudag en Rudd var sleppt lausum gegn tryggingu.

Trymbillinn Rudd á leið frá réttarsalnum.ap
Til stendur að AC/DC sendi frá sér nýja plötu á þessu ári en ekki er vitað hvort þessi vandræði Rudds setji strik í reikninginn. Rudd er vandræðamaður en félagar hans í hinni slarksömu hljómsveit sáu sér þann kost vænstan að henda honum úr hljómsveitinni árið 1983 en hann gekk svo til liðs við hana á nýjan leik árið 1994.

Það á ekki af AC/DC að ganga en Malcolm Young forsprakki og gítarleikari hljómsveitarinnar, sem er með þeim allra söluhæstu rokksögunnar með lögum á borð við Highway to Hell and Dirty Deeds Done Cheap, greindist nýverið með heilabilun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×