Innlent

500 tónlistarkennarar leggja niður störf á morgun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigrún Grendal er formaður Félags tónlistarkennara.
Sigrún Grendal er formaður Félags tónlistarkennara. Vísir/Anton
Samningafundi Félags Tónlistarskólakennara og Sambands sveitarfélaga lauk í húsnæði ríkissáttasemjara rétt fyrir kvöldmatarleytið í kvöld.

Ekki tókst að semja og því stefnir allt í verkfall hjá um 500 tónlistarskólakennurum á morgun. Þeir munu leggja niður störf á morgun.

Ekki hefur verið boðað til annars sáttarfundar að svo stöddu. Hér má fylgjast með beinni útsendingu frá samræðufundi Félags tónlistarkennara í Hörpu.


Tengdar fréttir

Kjarabarátta tónlistarkennara

Nú á haustdögum standa tónlistarkennarar í erfiðri kjarabaráttu. Samningar hafa verið lausir um átta mánaða skeið og þau smánarlaun sem tónlistarkennarar hafa þegið fyrir vinnu sína hafa dregist langt aftur úr öðrum stéttum með sambærilega menntun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×