Innlent

Verkfall tónlistarskólakennara er hafið

Jakob Bjarnar skrifar
Sigrún Grendal, formaður félagsins, ávarpaði mikinn baráttufund sem haldinn var í gærkvöldi í Hörpu.
Sigrún Grendal, formaður félagsins, ávarpaði mikinn baráttufund sem haldinn var í gærkvöldi í Hörpu. visir/anton
Verkfall tónlistarskólakennara er hafið og hafa allir tónlistarskólakennarar, deildarstjórar, millistjórnendur og aðstoðarskólastjórar lagt niður störf, eða um 500 manns. Mikill baráttuhugur einkenndi fjölmennan fund tónlistarskólakennara í Kaldalóni í Hörpu í gærkvöld. Fullt var út úr dyrum en á fundinum varð ljóst að verkall yrði ekki umflúið.

Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarkennara, sagðist bjartsýn á að að verkfallið yrði stutt þó fyrirliggjandi tilboð samningsnefndar sveitarfélaga sem á borðinu lægi væri algerlega óviðunandi.

Dr. Ágúst Einarsson prófessor flutti einnig ávarp og ræddi meðal annars virði tónlistar. Hann sagðist telja að við skildum ekki hvers virði tónlist væri, hún væri ekki aðeins vanmetin, heldur stórlega vanmetin, líka þegar mælt væri í peningum. „En virði tónlistar mælist þó ekki aðeins í peningum heldur í mörgu öðru eins og menningarlegu virði, ánægju og vellíðan. Tónlist bætir samskipti fólks.“

Víst er að verkfallið hefur áhrif á nám og daglegt líf þúsunda nemenda, en nánar er greint frá fundinum á vefsíðu Kennarasambands Íslands.






Tengdar fréttir

Kjarabarátta tónlistarkennara

Nú á haustdögum standa tónlistarkennarar í erfiðri kjarabaráttu. Samningar hafa verið lausir um átta mánaða skeið og þau smánarlaun sem tónlistarkennarar hafa þegið fyrir vinnu sína hafa dregist langt aftur úr öðrum stéttum með sambærilega menntun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×