Körfubolti

Sigurður til Solna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigurður hefur leikið með Grindavík undanfarin ár.
Sigurður hefur leikið með Grindavík undanfarin ár. Vísir/Valli

Miðherjinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson er genginn í raðir sænska körfuboltaliðsins Solna Vikings, en hann hefur leikið með Grindavík undanfarin ár.

Sigurður skrifaði undir eins árs samning við sænska liðið í dag. Hann fylgir þar með í fótspor félaga sinna í íslenska landsliðinu, Loga Gunnarssonar og Helga Más Magnússonar, sem léku með Solna á sínum tíma. Sigurður segir að félagaskiptin hafi ekki átt sér langan aðdraganda.

„Þeir voru búnir að skoða mig í sumar, en síðan kom þetta upp í gærkvöldi og ég fékk samning í hendurnar í morgun,“ sagði Sigurður í samtali við Vísi. Hann segir að hann stefnt að þessu í nokkrum tíma.

„Þetta er það sem flestir vilja, að fara eitthvert annað og sjá hvort maður getur eitthvað. Ég hafði komandi landsliðsár líka í huga. Mig langaði að taka næsta skref og það hjálpar mér að undirbúa mig fyrir Evrópumótið á næsta ári,“ sagði Sigurður sem heldur utan á morgun eða hinn, en Solna leikur sinn fyrsta leik í sænsku deildinni á sunnudaginn gegn Uppsala Basket.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira