Erlent

Níutíu þúsund Skotar krefjast endurkosninga

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það getur verið vandasamt verk að telja atkvæði.
Það getur verið vandasamt verk að telja atkvæði. Vísir/AFP
Rúmlega 86 þúsund Skotar hafa skrifað nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem farið er fram á að þjóðaratkvæðagreiðslan um sjálfstæði landsins verði endurtekin.

Fjölmargar ábendingar hafa borist um að atkvæðagreiðslan á fimmtudag hafi ekki verið lögleg í ljósi margvíslegra brota á þarlendum kosningalögum.

Undirskriftasöfnunin hefur nú staðið yfir í liðlega sólarhring og segja þeir sem að henni standa að mörgum spurningum sé ósvarað um framkvæmd kosninganna í liðinni viku.

„Ótalmargir kosningaklækir sambandssinna hafa komið í ljós á síðustu dögum, meðal annars tvö tilvik þar sem atkvæði sem augljóslega voru merkt „Já“ voru flutt yfir í „Nei“-bunka, að ótöldum grunsamlegum brunabjölluhringingum“ segir í texta söfnunarinnar. „Við krefjumst endurkosninga þar sem hvert einasta atkvæði verður yfirfarið af viðurkenndum, alþjóðlegum og óháðum matsmönnum sem hafa engra hagsmuna að gæta í kosningunum.“

Athugulir netverjar gerðu athugasemdir við atkvæðagreiðsluna á föstudag eftir að myndband skaut upp kollinum á Youtube þar sem greinilega mátti sjá atkvæði sem kváðu á um sjálfstæði Skotlands á borði sem merkt var „Nei“ – það er, meðal atkvæða sambandssinna.

Myndbandið má sjá hér að neðan.

Lögreglan í Glasgow rannsakar nú tíu meint kosningasvik þar sem fólk er talið hafa kosið í annarra manna nafni áður en réttur aðili mætti á kjörstað.  

Skotar höfnuðu sjálfstæðis landsins í kosningunum á fimmtudag með 45 prósent atkvæða gegn 55.


Tengdar fréttir

Netverjar sakaðir um að dreifa myndum af öðrum mótmælum

Þrátt fyrir að sex hafi verið handteknir í Glasgow segir lögreglan að dregin hafi verið upp óraunsæ mynd af umfangi mótmælanna í höfuðborginni í tenglsum við þjóðaratkvæðagreiðsluna á fimmtudag.

Salmond segir Skota hafa verið blekkta

Alex Salmond, fyrsti ráðherra Skotlands, sakar forystumenn þriggja meginflokka Bretlands um að blekkja kjósendur með síðbúnum loforðum skömmu fyrir kosningar.

Bretland slapp með skrekkinn

45 prósent Skota greiddu atkvæði með fullu sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær er 55 prósent vildu halda sambandinu við Bretland.

Alex Salmond hættir

Alex Salmond, fyrsti ráðherra skosku stjórnarinnar og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, hyggst stíga til hliðar í nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×