Lífið

Sýna á sér nýja hlið á RIFF

Hanna Ólafsdóttir skrifar

Skemmtikrafturinn viðkunnanlegi, Ari Eldjárn, mun afhjúpa nýja hlið á sér í lok september. Þá mun hann mæta í hinn svokallaða Heita bíópott í Kópavogi og sýna stuttmyndina Ber er hver, en myndin verður sýnd í tengslum við RIFF-hátíðina. Myndin var frumsýnd árið 2009 og hefur ekki verið aðgengileg síðan þá.

Þá mun 
Sigríður Soffía Níelsdóttir einnig sýna stuttmynd sína, Requiem, en borgarbúar nutu listar hennar síðast á menningarnótt, þar sem hún hannaði athyglisverða flugeldasýningu með danslistina að leiðarljósi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.