Innlent

Mengun líkleg frá Mývatnssveit að Vopnafirði

Samúel Karl Ólason skrifar
Líkur eru á mengun í Mývatnssveit í kvöld.
Líkur eru á mengun í Mývatnssveit í kvöld. Vísir/Pjetur
Hæsti toppur gasmengunar á Mývatnssveit var 1.250 míkrógrömm í rúmmetra. Í kvöld eru líkur á mengun vegna jarðelda í Holuhrauni frá Mývatnssveit og austur í Vopnafjörð. Samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum, er líklegast að á morgun muni mengunin liggja frá Vopnafirði suður með Austfjörðum.

Mikil gasmengun er við Holuhraun og hafa vísindamenn yfirgefið svæðið.

Almannavarnir sendu smáskilaboð í alla farsíma á Reyðarfirði og nágrenni á föstudagskvöldið, en þá fór styrkur yfir 4.000 míkrógrömm. Íbúar á Kópaskeri fengu samskonar skilaboð í morgun vegna vaxandi styrks gasmengunar.

Í tilkynningunni segir að verið sé að gera ráðstafanir til að auka vöktun og mælingar á brennisteinsdíoxíð í byggð. Íbúar á svæðinu eru hvattir til að fylgjast með vindátt og áhrifasvæði loftmengunar á vef Veðurstofunnar.

Finni fólk fyrir óþægindum er mikilvægt að halda sig vel innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu.

Tilkynninguna í heild sinni má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×