Erlent

Fangaði fimm metra slöngu með berum höndum

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá skjáskot úr myndbandinu.
Hér má sjá skjáskot úr myndbandinu.

Myndband af manni sem fangaði slöngu af tegundinni anakonda með berum höndum gengur nú um netið. Maðurinn heitir Sebastien Bascoules og er frá Frönsku Guyana, sem er yfirráðasvæði Frakklands í Suður-Ameríku.

Bascoules segist alltaf hafa haft gaman af því að handsama skriðdýr. Hann segir að styrkur slöngunnar, sem er fimm metrar á lengd hafi komið honum á óvart. Hann ákvað að handsama slönguna því hún var komin of nálægt byggð og hafði étið hund sem var í eigu vinar hans.

Í myndbandinu sést hvernig Bascoules handsamar slönguna og bindur síðan bol yfir augu hennar. Hann segir að þannig hafi slangan orðið algjörlega hættulaus. Hann geymdi slönguna í baðkarinu heima hjá sér þangað til að hann fór með hana langt frá byggð og sleppti henni í náttúruna.

Myndbandið má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.