Íslenski boltinn

Hólmbert í dönsku úrvalsdeildina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hólmbert er kominn til Danmerkur.
Hólmbert er kominn til Danmerkur. Heimasíða Brondby

Danska úrvalsdeildarliðið Brøndby hefur fengið Hólmbert Aron Friðjónsson á láni frá skosku meisturunum í Glasgow Celtic.

Lánssamningurinn er til eins árs, en danska liðið á forkaupsrétt á íslenska framherjanum eftir að honum lýkur.

Hólmbert gekk í raðir Celtic frá Fram í nóvember á síðasta ári og skrifaði undir fjögurra ára samning við skoska stórveldið. Hann náði aldrei að spila keppnisleik með Celtic.

Hólmbert, sem skoraði tíu mörk í 21 deildarleik fyrir Fram sumarið 2013, er í íslenska U-21 árs landsliðinu sem mætir Armeníu og Frakklandi á næstu dögum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.