Erlent

Staðfesta að myndbandið sé ófalsað

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AP
Yfirvöld í Bandaríkjunum segjast hafa staðfest að myndband af aftöku blaðamannsins Steven Sotloff sé ekta. Samtökin Íslamskt ríki birtu í gær myndbandið sem sýnir Sotloff vera afhöfðaðan, álíka myndband af aftöku blaðamannsins James Foley var birt þann 19. ágúst.

Talsmaður fjölskyldu Sotloff segir AP fréttaveitunni að fjölskyldan hefði séð myndbanið og fyndi fyrir mikilli sorg. Móðir Sotloff birti myndband í síðust viku þar sem hún grátbað um miskun fyrir son sinn.

Talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna sagði í morgun að leyniþjónustur ríkisins hafi farið yfir myndbandið og það er talið vera ófalsað. Þá kom fram í gær að Íslamska ríkið hafi fleiri Bandaríkjamenn í haldi.

Í lok myndbandsins af aftöku Sotloff er hinn breski David Haines sagður vera næstur í röðinni.


Tengdar fréttir

IS birtir myndband af aftöku Sotloffs

IS-samtökin hafa birt myndband af aftöku Stevens Sotloff, bandarísks blaðamanns sem var rænt í Sýrlandi á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×