Erlent

Fjarlægðu 43 sokka úr maga hunds

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hundurinn var af tegundinni Stóri Dan.
Hundurinn var af tegundinni Stóri Dan.

Dýralæknar í Portland í Oregonfylki fjarlægðu fjörutíu og þrjá sokka úr maga hunds af tegundinni Stóri Dan í síðasta mánuði. „Við höfum aldrei fjarlægt svona marga sokka úr maga nokkur sjúklings,“ segir dr. Ashley Magee, sem starfar hjá Dove Lewis dýraspítalanum í Portland.

Upp komst um sokkaátið þegar eigendur hundsins tóku eftir því að hann væri að kúgast. Hann var sendur í skoðun og þar sást „mikill fjöldi óþekktra aðskotahluta,“ eins og kemur fram á vefnum Veteriary Practice News.

Hundurinn þurfti að gangast undir skurðaðgerð og voru sokkarnir fjörutíu og þrír fjarlægðir.

Dýralæknarnir sendu röntgenmynd af maga hundsins inn í keppni sem vefurinn Veterinary Practice news hélt. Yfirskrift keppninnar hvar: „Hvað átu þau?“ og voru dýralæknir hvattir til að senda inn myndir af skrýtnum hlutum sem dýr höfðu lagt sér til munns. Myndin endaði í þriðja sæti í keppninni á eftir mynd af skrautsteinum sem froskur át og grilltein sem hundur át.

Dýralæknarnir sem gerðu aðgerðina á hundinum sem át sokkana vonast til þess að hann breyti matarræði sínu. „Hann hefur samt alltaf haft mikla lyst á sokkum,“ segir Ashley Magee um hundinn sem er allur að braggast eftir aðgerðina.

Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt um málið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.