Viðskipti erlent

Apple kynnir stærstu breytinguna á iPhone hingað til

Kjartan Atli Kjartansson og Tinni Sveinsson skrifar
Hér má sjá hina nýju síma frá Apple.
Hér má sjá hina nýju síma frá Apple.
Nýjar myndir af iPhone 6 og iPhone 6 Plus hafa birst á vefsíðu Apple. Á sjötta tímanum í dag hófst kynning á nýjum síma fyrirtækisins og kemur fram á vefsíðu Apple að þetta sé stærsta breyting á iPhone frá upphafi.

Skjárinn verður skýrari en áður og segja talsmenn fyrirtækisins að skjárinn verði sá skýrasti á markaðinum. Síminn hefur aldrei verið þynnri; iPhone 6 verður 6,9 millímetrar og iPhone 6 Plus verður 7,1 millímetri. Til samanburðar má geta þess að iPhone 5 og iPhone 5s voru 7,6 millímetrar á þykkt.

Þó nokkur munur verður á skjástærð á iPhone 6 og iPhone 6 Plus. Sá fyrrnefndi verður með 4,7 tommu skjá en sá síðarnefndi með 5,5 tommu skjá. Örgjövinn í símanum verður hraðari og betri og munu símarnir vera betur í stakk búnir að birta skýrar myndir og nákvæma grafík með meiri hraða en áður. 

Meðal stærstu fregnanna eru einnig þjónustan Apple Pay, sem gerir símaeigendum kleyft að greiða fyrir vörur með símanum.

Þá kynnti forstjórinn Tim Cook einnig til leiks snjallúrið Apple Watch.

Nokkrar myndir af Apple Watch.
Hér fyrir neðan birtast Twitter-færslur frá fjölmiðlamönnum sem staddir eru á kynningunni, sem fer fram í höfuðstöðvum Apple í Cuptertino í Bandaríkjunum. 

Einnig er hægt að fylgjast með gangi mála á vefsíðu Apple.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×