Innlent

Ein af hverjum tíu orðið fyrir kynferðisofbeldi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Um 120 milljón stúlkur um heim allan hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir tuttugu ára aldur.
Um 120 milljón stúlkur um heim allan hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir tuttugu ára aldur.

Um 120 milljón stúlkur um heim allan, eða rúmlega ein af hverjum tíu, hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun áður en þær ná tuttugu ára aldri. Þetta leiðir ný skýrsla frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna í ljós.

Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF, segir tölurnar sláandi. „Þessar tölur eru verulega  sláandi og það er nauðsynlegt að taka þessu alvarlega. Bráðnauðsynlegt er að ýta þessum málefnum ofar í forgangsröðun stjórnvalda því þau verða ekki leyst með einföldum hætti,“ segir Stefán.

Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF.

UNICEF á Íslandi gaf út skýrsluna Réttindi barna: Ofbeldi og forvarnir í mars á síðasta ári. Í kjölfar skýrslunnar voru lagðar fram sextán tillögur að úrbótum og vinnur hópur á þeirra vegum markvisst að því að draga úr þessum mörgu tilfellum ofbeldis sem börn á Íslandi verða fyrir.

„Það þarf að vekja athygli á ofbeldinu og fyrsta skrefið er að horfast í augu við umfangið og reyna að skilja hvers vegna svona mörg börn verða fyrir ofbeldi.“

Skýrslan nefnist Hidden in Plain Sight er gerð af Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Þar kemur jafnframt fram að árið 2012 hafi 95 þúsund börn og unglingar verið myrt í heiminum öllum. Flest morðanna voru framin í Suður-Ameríku og Karíbahafinu. Rannsóknin tók til 190 landa og leiddi einnig í ljós að sex af hverjum tíu börnum á aldrinum tveggja til fjórtán ára eru beitt líkamlegum refsingum af forráðamönnum sínum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.