Erlent

Leit hafin að „Svarta bítlinum“

Atli Ísleifsson skrifar
Sérfræðingar hafa varað við að Bretar séu meðal grimmustu liðsmanna samtakanna IS.
Sérfræðingar hafa varað við að Bretar séu meðal grimmustu liðsmanna samtakanna IS. Vísir/AP
Böðullinn í myndbandinu þar sem bandaríski blaðamaðurinn James Foley er tekinn af lífi er liðmaður bresks ofsatrúarhóps sem gengur undir nafninu „Bítlarnir“.

Þetta segir maður sem var áður haldið í gíslíngu í Sýrlandi þar sem hann var í samskiptum við manninn. Mikil leit stendur nú yfir af böðlinum á myndbandinu sem talar með breskum hreim.

Í frétt Daily Mail segir að maður sem áður var í gíslingu segir að hann telji að um Lundúnabúa úr röðum „Bítlanna“ væri að ræða og að hann hafi gengið undir nafninu „John“.

Bresk yfirvöld notast nú við háþróaða tækni til að greina rödd böðulsins í myndbandinu til að bera kennsl á manninn. Myndbandið er um fimm mínútur á lengd og hafa þúsundir horft á það á netinu.

Í greininni kemur fram að böðullinn sé í Timberland-skóm og tali með Austur-Lundúnahreim. Hefur hann í hótunum ýmist við Barack Obama Bandaríkjaforseta og Vesturlönd.

Sérfræðingar hafa varað við að Bretar séu meðal grimmustu liðsmanna IS og að mögulegt sé að Breti hafi verið valinn til verksins að aflífa Foley þar sem slíkt myndi vekja meiri athygli á alþjóðavísu.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sneri heim úr sumarleyfi sínu í gær til að fylgjast með framvindu mála í leitinni að böðlinum.

Maður sem haldinn var í gíslingu í sýrlenska bænum Raqqa segir „John“ vera gáfaðan, vel menntaðan og mikinn fylgismann róttækra íslamskra kennisetninga. Segir hann alþjóðlega gísla hafa kallað hann „John“ og aðra breska samverkamenn hans „Bítlana“ þar sem þeir kæmu frá Bretlandi.


Tengdar fréttir

Gerðu misheppnaða tilraun til að bjarga Foley

Bandarísk stjórnvöld hafa greint frá því að nýverið hafi verið skipulögð leynileg sendiför sérsveitamanna til Sýrlands til þess að freista þess að fresla bandaríska gísla sem eru í höndum íslamskra öfgamanna.

Obama fordæmir morðið á Foley

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir morðið á bandaríska blaðamanninum James Foley, sem var afhöfðaður af meðlimum samtakanna Íslamskt ríki, vera hræðilegan verknað, sem hafi slegið alla heimsbyggðina.

Bandaríkjaher reyndi að bjarga Foley

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, heimilaði í síðustu viku sérstakar aðgerðir til að frelsa bandaríska gísla í haldi samtakanna Íslamskt ríki í Írak, eftir að upplýsingar lágu fyrir um þeir væru í hættu. Aðgerðirnar mistókust þar sem ekki tókst að staðsetja gíslana




Fleiri fréttir

Sjá meira


×