Innlent

Björguðu þremur konum úr niðamyrkum helli

Úr Raufarhólshelli.
Úr Raufarhólshelli. Vísir/Einar Elí
Þrjár konur sátu klukkustundunum saman í niðamyrkri djúpt inni í Raufarhólshelli í Þrengslunum  ofan við Þorlákshöfn í gærdag, uns björgunarsveitarmenn fundu þær um klukkan hálf átta í gærkvöldi og hjálpuðu þeim út.

Þær fóru inn í hellinn í hádeginu, en þegar eiginmann einnar þeirra var farið að lengja eftir þeim lét hann vita og voru björgunarsveitarmenn kallaðir út.

Þeir voru komnir um það bil kílómetra inn í hellinn, sem er rúmlega þrettánhundruð metra langur, þegar þeir fundu þær loks. Þær gáfu þá skýringu að eina vasaljósið, sem þær höfðu meðferðis, varð rafmagnslaust þegar þarna var komið.

Ekkert símasamband var ofan í hellinum og því ekkert annað að gera en að halda kyrru fyrir í myrkrinu og bíða hjálpar. Þær voru hressar eftir atvikum og töldu sig ekki þurfa áfallahjálp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×