Innlent

Tvö eldfjöll á Íslandi nú talin ógna fluginu

Kristján Már Unnarsson skrifar
Séð yfir Öskju til suðurs. Kverkfjöll og Dyngjujökull með kvíslar Jökulsár á Fjöllum sjást fjær.
Séð yfir Öskju til suðurs. Kverkfjöll og Dyngjujökull með kvíslar Jökulsár á Fjöllum sjást fjær. Fréttablaðið/GVA
Alþjóðaflugið hefur nú fengið viðvörun um að tvær íslenskar eldstöðvar sýni merki um óróa eða séu að búa sig undir eldgos. Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag var Askja í morgun sett á gulan lit hjá Veðurstofu Íslands, samkvæmt eldgosaviðvörunarkerfi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar.

Bárðarbunga er áfram á appelsínugulum lit, næstefsta viðvörunarstigi. Bárðarbunga var hins vegar um tíma á rauðum lit um síðustu helgi, þegar Veðurstofan og Almannavarnir gáfu út tilkynningu um að eldgos væri hafið. Flugbannsvæði var sett á sem náði yfir Vatnajökul og stóran hluta suðausturlands ásamt hafsvæði suðaustur af landinu.

Flugbannsvæðið um síðustu helgi þegar Bárðarbunga var á rauðum lit.
Það var strax í upphafi hrinunnar, þann 16. ágúst, sem Bárðarbunga var sett á gulan lit, sem táknar óróastig. Þann 18. ágúst var viðvörun vegna Bárðarbungu færð yfir á appelsínugulan lit, sem táknar auknar líkur á eldgosi. Rauði liturinn er svo loks settur á þegar eldgos er talið yfirvofandi eða hafið. 

Viðvörunarskala alþjóðaflugsins með litakóðum má sjá hér á heimasíðu Veðurstofunnar. Þar sést að Askja er á gulu og Bárðarbunga á appelsínugulu.


Tengdar fréttir

Alþjóðleg flugfélög sneiða framhjá flugbannsvæðinu

Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir að þar sé vel fylgst vel með gangi máli. „Við erum með sérstaka eldgosavakt í gangi. Við höfum samráð við fræðimenn og aðila sem fræða okkur um stöðu mála.

Litakóði fyrir flug yfir Öskju hækkaður í gult

Litakóði fyrir flug yfir Öskju er nú gulur. Ekki hefur orðið vart við breytingar frá því að sprungur sáust í jöklinum í suðaustanverðri Bárðarbungu í gærkvöldi.

Aðvörunarstig fyrir flug lækkað

Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að lækka aðvörunarstig fyrir flug í appelsínugulan úr rauðu. Athuganir hafa leitt í ljós að ekki var gos undir Dyngjujökli í gær. Sá mikli lágtíðniórói sem Veðurstofan mælid í gær á sér því aðrar skýringar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×