Innlent

Gosið hófst upp úr miðnætti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

„Það eru sömu upplýsingar og við erum að fá,“ segir Rögnvaldur Ólafsson í Samhæfingarmiðstöð Almannavarna í samtali við Vísi aðspurður hvort gosið hafi minnkað töluvert. Sprungugos er hafið norður af Dyngjujökli, nyrst í Holuhrauni Gosið hófst um miðnætti (u.þ.b. 00:02) m.v. vefmyndavélar og jarðskjálftagögn. Gosið sést ekki á radar og talið er að öskuframleiðsla sé óveruleg að því er kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Talið er að sprungan sé um 100-300 metra löng.

Vísindamenn á svæðinu telja að gosið sé nokkra kílómetra norður af sporði Dyngjujökuls og að hraun renni til suð-austurs og virðist renna hratt. Veikur gosórói sést á jarðskjálftamælum í samræmi við hraungos án verulegrar sprengivirkni. Engin merki sjást um jökulhlaup. Litakóði fyrir Bárðarbungu er rauður.

Á vefmyndavél Mílu er greinilegt að gosið er ekki jafnöflugt og það var á öðrum tímanum í nótt. Rögnvaldur segir að starfsmenn í samhæfingarmiðstöðunni haldi áfram að vinna miðað við þær forsendur að gos sé í gangi. Tveir starfsmenn Veðurstofunnar eru á svæðinu og fylgjast með gangi mála.

Á myndbandinu hér að ofan má sjá fyrsta klukkutíma gossins tekinn saman á 36 sekúndum. Hafa verður í huga að vefmyndavélin er staðsett á Vaðöldu í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá gosinu.

Myndina sem fylgir fréttinni tók Þorbjörg Ágústsdóttir, doktorsnemi við University of Cambridge.


Tengdar fréttir

Fundað í samhæfingarmiðstöðinni

Á annan tug manns eru mættir til vinnu í Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð sökum þess að eldgos er hafið í Holuhrauni á milli Dyngjujökuls og Öskju norðan við Vatnajökul.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.