Innlent

Gísli Freyr ákærður: Hanna Birna biðst undan skyldum sínum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Gísli Freyr Valdórsson hefur verið ákærður vegna meðferðar persónuupplýsinga um hælisleitenda.
Gísli Freyr Valdórsson hefur verið ákærður vegna meðferðar persónuupplýsinga um hælisleitenda. VÍSIR/STEFÁN
Ríkissaksóknari hefur tilkynnt Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, að hann verði ákærður fyrir að leka minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu í fjölmiðla.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá innanríkisráðherra til fjölmiðla.

„Þrátt fyrir að Gísli Freyr hafi ávallt haldið því fram gagnvart mér að hann sé með öllu saklaus af málinu og geri það enn, hef ég tekið þá ákvörðun að leysa hann nú þegar frá störfum á meðan málið er til meðferðar fyrir dómsstólum,“ segir í tilkynningunni.



Hanna Birna hefur einnig beðið forsætisráðherra að þau málefni sem undir hana heyra og hafa með dómsstóla og ákæruvald að gera færist til annars ráðherra í ríkisstjórn á meðan dómsmálið stendur yfir.

„Enda tel ég mikilvægt að friður skapist um fjölmörg mikilvæg verkefni innanríkisráðuneytisins,“ segir í tilkynningunni.

Í samtali við fréttastofu segist Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ætla að taka sér helgina í það að íhuga ósk Hönnu Birnu um að vera leyst undan skyldum sínum.

Yfirlýsing Hönnu Birnu er svohljóðandi í heild sinni:

Rétt í þessu tilkynnti annar aðstoðarmaður minn, Gísli Freyr Valdórsson, mér að lögmaður hans hefði nú síðdegis fengið upplýsingar um að ríkissaksóknari hyggðist birta honum ákæru vegna kæru vegna meðferðar persónuupplýsinga um hæliseitenda.  

Þrátt fyrir að Gísli Freyr hafi ávallt haldið því fram gagnvart mér að hann sé með öllu saklaus af málinu og geri það enn, hef ég tekið þá ákvörðun að leysa hann nú þegar frá störfum á meðan málið er til meðferðar fyrir dómsstólum.    

Ég hef að auki óskað eftir því við forsætisráðherra að þau málefni sem undir mig heyra og hafa með dómsstóla og ákæruvald að gera færist til annars ráðherra í ríkisstjórn á meðan dómsmál á hendur Gísla Frey stendur yfir, enda tel ég mikilvægt að friður skapist um fjölmörg mikilvæg verkefni innanríkisráðuneytisins.  

Tengdar fréttir

Píratar vilja fund um lekamálið

Þingmaður Pírata hefur óskað eftir því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd leiti svara við því hvort ráðherra hafi haft óeðlileg afskipti af störfum lögreglunnar.

Lekamálið ljótur pólitiskur leikur að mati Hönnu Birnu

Hart var sótt að innanríkisráðherra á þinginu nú rétt í þessu vegna lekamálsins svokallaða. Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlar að tjá sig um það síðar en gaf í skyn að það snérist um aðför að sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×