Innlent

Skjálftinn var 4,5 stig

Kristján Már Unnarsson skrifar
Frá Grímsvatnagosinu 2011, kvöldið sem gosið hófst.
Frá Grímsvatnagosinu 2011, kvöldið sem gosið hófst. VÍSIR/EGILL

Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa endurmetið stærð stóra skjálftans sem varð í Bárðarbungu í nótt. Hann telst nú vera 4,5 stig, eða mun sterkari en fyrstu upplýsingar gáfu til kynna.

For an English version click here.

Jarðskjálftinn varð laust fyrir klukkan þrjú í nótt og var fram eftir degi sýndur upp á 3,8 stig á vef Veðurstofunnar. Í viðtölum í dag hafa vísindamenn þó talað um að hann hafi verið um 4 stig en nú er búið að skrá hann upp á 4,5 stig. 

Þetta er stærsti jarðskjálfti sem orðið hefur á þessu svæði frá árinu 1996 þegar þar varð skjálfti yfir 5 stig, sem talinn er hafa sett eldgosið í Gjálp af stað.

Stóri skjálftinn í nótt er talinn hafa átt upptök sín á sex kílómetra dýpi, um 2,4 kílómetra norðnorðaustur af Kistufelli.

Hann fannst alla leið norður á Akureyri.


Tengdar fréttir

Stærsti skjálftinn til þessa

Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri.

700 skjálftar frá miðnætti

Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira