Innlent

Bænirnar verða áfram á RÚV

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti.
Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti.

Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, hefur tekið þá ákvörðun að halda áfram með dagskráliðina Orð kvöldsins og Morgunbæn á Rás 1. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV í dag.

Fyrirhugað var að hætta útsendingum á fyrrnefndum liðum þann 28. ágúst.

Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, var mjög óhress með ákvörðun Ríkisútvarpsins og var í kjölfarið stofnaður Facebook-hópur þar sem almenningur gat mótmælt ákvörðuninni.

Rúmlega 6000 manns tilheyra hópnum í dag og hefur útvarpsstjóri greinilega tekið mark á rödd þeirra.


Tengdar fréttir

Efast ekki um að fólk eigi eftir að sakna bænanna

Dagskrárstjóri Rásar eitt segir litla hlustun á bænir. Dómkirkjuprestur segir bænalesturinn þjónustu við fólkið í landinu. Formaður Landssambands eldri borgara vill að biskup og prestar landsins mótmæli.

Bænirnar hverfa af RÚV: "Áfall fyrir kristindóminn í landinu“

Vígslubiskupinn í Skálholti er afar óhress með Ríkisútvarpið fyrir að ætli að fella niður morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins á Rás eitt í lok mánaðarins. "Afar lítil hlustun á þessa dagskrárliði“, segir dagskrárstjóri rásarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.