Lífið

Eignuðust stúlku

Ellý Ármanns skrifar
Þær gerast ekki fallegri.
Þær gerast ekki fallegri. mynd/facebook

Jóel Sæmundsson leikari og Arna Pétursdóttir eigandi verslunarinnar Örnu í Grímsbæ eignuðustu hárprúða stúlku í gærmorgun klukkan 07:28. Stúlkan fæddist 18 merkur og 52 cm. 

„Þessi yndislega ást mætti í morgun og lét ekki bíða eftir sér. Við erum alveg rosalega happy!"  skrifar Jóel og birti þessa æðislegu mynd af stórglæsilegri móður, nýfæddri dóttur og sér skælbrosandi.

Fyrir á Arna tvö börn, dreng og stúlku.

Jóel er þekktur fyrir að leika í kvikmyndunum Vonarstræti, Astrópíu og Borgríki 2 sem frumsýnd verður í haust. Þá má nefna sjónvarpsþættina Makalaus, Pressa 2 og Daginn í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.