Íslenski boltinn

Albert Brynjar lánaður til Fylkis

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Albert var á sinni þriðju leiktíð með FH
Albert var á sinni þriðju leiktíð með FH vísir/stefán

Knattspyrnudeildir FH og Fylkis sendu seint í gær frá sér fréttatilkynningu þar sem kom fram að FH hafi lánað framherjan Albert Brynjar Ingason til Fylkis í Pepsí deild karla í fótbolta.

Albert Brynjar hefur lítið fengið að spreyta sig hjá FH eftir að hann kom frá Fylki. Hann mun án efa hjálpa Fylki mikið í fallbaráttunni en Fylkir hefur sárlega vantað markaskorara eftir að Viðar Örn Kjartansson fór til Noregs í vor.

Samningur Alberts við FH var ekki á skrá hjá KSÍ vegna mistaka en hann var gerður löglegur og sendur til KSÍ. Í kjölfarið náðu FH og Fylkir samkomulagi um að lána leikmanninn.

Í fréttatilkynningunni segir að bæði félögin og Albert Brynjar séu mjög ánægð með þessa niðurstöðu og vilja sjá önnur félög fara að þessu fordæmi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.