Íslenski boltinn

Steven Lennon gerði þriggja ára samning við FH

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Steven Lennon í leik með Fram.
Steven Lennon í leik með Fram. vísir/daníel
Skoski framherjinn Steven Lennon er á leið í FH en hann er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við félagið. Þetta staðfestir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri FH, við fréttastofu.

Lennon kemur til landsins á morgun og verður orðinn löglegur fyrir leik FH gegn Fylki í Pepsi-deildinni á sunnudaginn. Enn fremur má hann taka þátt í leikjum FH gegn Elfsborg í 3. umferð Evrópudeildarinnar.

Lennon opinberaði í viðtali í gær að hann væri óánægður hjá Sandnes Ulf og að FH og KR hefðu verið að spyrjast fyrir um stöðuna á honum. Var honum ítrekað leikið út á kantinum þrátt fyrir að honum hefði verið lofuð staða í fremstu víglínu.

FH hefur því leyst framherjavandræði sín tímabundið en félagið seldi Kristján Gauta Emilsson til NEC Nijmegen á dögunum og þá fór Albert Brynjar Ingason á láni til Fylkis.

Lennon lék í tvö ár með Fram á sínum tíma 16 mörk í 43 leikjum í deild og bikar áður en hann var seldur til Sandnes Ulf síðasta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×