Innlent

Stefán Eiríksson tvíræður á Twitter

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Stefán deildi laginu á Twitter-síðu sinni á laugardag. Tilviljun?
Stefán deildi laginu á Twitter-síðu sinni á laugardag. Tilviljun? VÍSIR/STEFÁN
 „Þetta hefur lengi verið uppáhaldslagið mitt með Bítlunum og ekki skemmir fyrir að í texta lagsins er minnst á mann sem er að hætta í löggunni,“ segir Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóri, um lag Bítlanna „She Came In Through the Bathroom Window“ sem hann deildi á Twitter-síðu sinni á laugardag.

Uppsögn Stefáns hjá lögreglunni hefur mikið verið til umfjöllunar að undanförnu og þá sérstaklega í tengslum við meinta ástæðu hennar. DV hélt því fram í dag að hana megi rekja til afskipta innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, af rannsókn lögreglunnar á ráðuneyti hennar í Lekamálinu svokallaða.

Því hafa ýmsar spurningar vaknað um af hverju Stefán hafi deilt þessu tiltekna lagi með fylgjendum sínum á Twitter af þeim rúmlega tvö hundruð sem Bítlarnir gáfu út á meðan þeir voru starfandi - og þá sérstaklega í ljósi texta þess.

Hér má sjá texta lagsins í heild sinni.
Fyrsta erindi lagsins er til að mynda á þessa leið:

She came in through the bathroom window

Protected by a silver spoon

But now she sucks her thumb and wanders

By the banks of her own lagoon

og síðar í laginu syngur Paul McCartney:

And so I quit the police department

And got myself a steady job

And though she tried her best to help me

She could steal but she could not rob

 

Ekki um algjöra tilviljun að ræða

Stefán segir í samtali við Vísi að varlega skuli fara í það að túlka færslu hans á Twitter meira en þurfa þykir. Honum þyki lagið einfaldlega skemmtilegt.

Hann skellti upp úr þegar blaðamaður spurði hann hvort stelpan með silfurskeiðina í texta lagsins væri vísun til sjálfstæðiskonunnar Hönnu Birnu. „Nei, það held ég nú ekki,“ segir Stefán en bætti við að þó væri ekki algjör tilviljun að hann hafi deilt laginu á þessum tímapunkti. „Það er maður sem hættir í lögreglunni í laginu, rétt eins og ég.“

Hér að neðan má hlýða á lag Bítlanna og sjá færslu Stefáns Eiríkssonar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×