Körfubolti

Æfingahópur landsliðsins í körfubolta klár

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Brynjar Þór og Martin eru báðir í íslenska landsliðshópnum.
Brynjar Þór og Martin eru báðir í íslenska landsliðshópnum. Vísir/Andri Marinó

Craig Pedersen, Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í körfubolta hafa valið 30 leikmanna æfingahóp fyrir verkefni sumarsins árið 2014.

Úr hópi þessara leikmanna verður lokahópurinn valinn sem leikur í undankeppni Evrópumótsins fyrir næsta ár, EuroBasket 2015. Leikið verður í ágúst og verður leikið heima og að heiman.  Liðið fer í æfingaferð til Lúxemborgar í lok júlí en æfingar hefjast um miðjan júlí.

Fyrsti heimaleikur íslenska liðsins verður þann 10. ágúst í Laugardalshöllinni gegn Bretlandi áður en Bosníumenn mæta í höllina þann 27. ágúst. Í millitíðinni leikur íslenska liðið útileiki gegn sömu þjóðum.

Birgir Björn Pétursson, Emil Barja, Helgi Rafn Viggóson, Kristófer Acox, Marvin Valdimarsson, Matthías Orri Sigurðsson og Tómas Heiðar Tómasson eru nýliðar í hóp íslenska liðsins.

Eftirtaldir leikmenn skipa æfingahópinn:

Axel Kárason - Værlöse, Danmörk - Framherji f. 1983.
Birgir Björn Pétursson - Valur - Miðherji f. 1986.
Brynjar Þór Björnsson - KR - Bakvörður f. 1988.
Darri Hilmarsson - KR - Framherji f. 1987.
Elvar Már Friðriksson - Njarðvík - Bakvörður f. 1994.
Emil Barja - Haukar - Bakvörður f. 1991.
Finnur Atli Magnússon - KR - Miðherji f. 1985.
Haukur Helgi Pálsson - Breogan, Spánn - Framherji f. 1992.
Helgi Már Magnússon - KR - Framherji f. 1992.
Helgi Rafn Viggósson - Tindastóll - Miðherji f. 1983.
Hlynur Bæringsson - Sundsvall Dragons, Svíþjóð - Miðherji f. 1982.
Hörður Axel Vilhjálmsson - Valladolid, Spánn - Bakvörður f. 1988.
Jakob Örn Sigurðsson - Sundsvall Dragons, Svíþjóð - Bakvörður f. 1982.
Jóhann Árni Ólafsson - Grindavík - Framherji f. 1990.
Jón Arnór Stefánsson - CAI Zaragoza, Spánn - Bakvörður f. 1982.
Kristófer Acox - Furman Collage, Bandaríkin - Framherji f. 1993.
Logi Gunnarsson - Njarðvík - Bakvörður f. 1981.
Martin Hermnasson - KR - Bakvörður f. 1994.
Marvin Valdimarsson - Stjarnan - Framherji f. 1981.
Matthías Orri Sigurðsson - ÍR - Bakvörður f. 1994.
Mirko Stefán Virijevic - KFÍ, Miðherji - f. 1981.
Ólafur Ólafsson - Grindavík - Framherji f. 1990.
Ómar Örn Sævarsson - Grindavík - Framherji f. 1990.
Pavel Ermolinskij - KR - Bakvörður f. 1987.
Ragnar Ágúst Nathanaelsson - Þór Þorlákshöfn - Miðherji f. 1991.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson - Grindavík - Miðherji f. 1988.
Stefán Karel Torfason - Snæfell - Framherji f. 1994.
Sveinbjörn Claessen - ÍR - Bakvörður f. 1986.
Tómas Heiðar Tómasson - Þór Þorlákshöfn - Bakvörður f. 1991.
Ægir Þór Steinarsson - Sundsvall Dragons, Svíþjóð - Bakvörður f. 1991.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.