Viðskipti innlent

Bandarískur smásölurisi vill reka bensínstöðvar á Íslandi

Höskuldur Kári Schrm skrifar
Korputorg
Korputorg vísir/hag
Bandaríski smásölurisinn Costco hefur áhuga að hefja rekstur bensínstöðva hér á landi og hefur félagið þegar óskað eftir lóð við Korputorg í Grafarvogi í þessu skyni en þar vill félagið einnig opna verslun.

Costco er fjórða stærsta smásölukeðja heims með rúmlega 650 verslanir í tíu löndum þar á meðal í Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Japan.

Fulltrúar fyrirtækisins funduðu í síðasta mánuði með bæjaryfirvöldum í Garðabæ um þann möguleika að opna verslun í Kauptúni rétt hjá IKEA en Morgunblaðið greindi frá þessu.

Félagið hefur einnig verið í viðræðum við Reykjavíkurborg og hefur óskað eftir verslunarrými á Korputorgi og líka aðstöðu fyrir fjölorkustöð á sömu lóð sem mun selja bensín, rafmagn og jafnvel metan.

Fjallað var um málið á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í síðustu viku. Umsókn um verslunarrými fékk jákvæða umsögn og þykir ekki í mótsögn við deiliskipulag svæðisins. Ráðið tók sér hins vegar frest til að meta umsókn fyrirtækisins um fjölorkustöð en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg verður málið væntanlega tekið fyrir á fundi ráðsins á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×