Lífið

Sjokkerandi myndir

Ellý Ármanns skrifar
Allir sem tóku þátt veittu samþykki sitt fyrir birtingu myndanna að sögn Gísla.
Allir sem tóku þátt veittu samþykki sitt fyrir birtingu myndanna að sögn Gísla. mynd/GÍSLI HJÁLMAR SVENDSEN
Gísli Hjálmar Svendsen sem útskrifaðist úr Ljósmyndaskólanum fyrr á þessu ári er um þessar mundir að ljúka við endanlega útfærslu á 170 blaðsíðna ljósmyndabók um utangarðsmenn á Íslandi.  Eins og sjá má eru myndirnar vægast sagt sjokkerandi.

,,Það eru þau sem eiga heiðurinn af þessu verkefni mínu og vonandi þess vegna verður hægt að láta þeirra málstað njóta þess í viturlegri og meira uppbygglegri umræðu um úrræði þeim til handa," segir Gísli þegar við biðjum hann um leyfi til að birta myndirnar sem gefa okkur innsýn í blákaldan raunveruleikann.

Þegar Gísli tók meðfylgjandi myndir dvaldi hann meðal utangarðsfólks í gámum úti á Granda og tók myndir af því sem fyrir augu bar. 

mynd/GÍSLI HJÁLMAR SVENDSEN
mynd/GÍSLI HJÁLMAR SVENDSEN
Hér má sjá fleiri myndir sem Gísli tók.


Tengdar fréttir

Myndaði utangarðsmenn í Reykjavík

Gísli Hjálmar Svendsen fékk áhuga á málefnum utangarðsmanna árið 2007 eftir sviplegt dauðsfall í fjölskyldunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×