Innlent

Harriet fær breskt neyðarvegabréf

Ingvar Haraldsson skrifar
Harriet var neitað um íslenskt vegabréf af Þjóðskrá. Hið sama mun líklega gilda um Duncan bróðir hennar sæki hann um slíkt en þau heita stúlka og drengur Cardew í Þjóðskrá.
Harriet var neitað um íslenskt vegabréf af Þjóðskrá. Hið sama mun líklega gilda um Duncan bróðir hennar sæki hann um slíkt en þau heita stúlka og drengur Cardew í Þjóðskrá. vísir/daníel

Harriet Cardew, 10 ára gömul stúlka sem Þjóðskrá hefur neitað um íslenskt vegabréf, fær útgefið neyðarvegabréf frá breska sendirráðinu. Harriet á íslenska móðir og breskan föður og er því með tvöfalt ríkisfang.

Neyðarvegabréfið gildi einungis á með ferð fjölskyldunnar til Frakklands stendur en þau halda af landi brott á þriðjudaginn.

Að ferðinni lokinni mun Harriet geta fengið varanlegt vegabréf frá Bretlandi, en það tekur um sex vikur að berast til landsins.

Þjóðskrá vill ekki afhenda Harriet íslenskt vegabréf vegna þess að mannanafnanefnd samþykkir ekki nafnið Harriet. Ákvörðunin kom foreldrum Harriet í opna skjöldu enda hafði hún þar til nú fengið íslenskt vegabréf undir nafninu stúlka Cardew.

Foreldrar Harrietar hafa kært úrskurð Þjóðskrár til Innanríkisráðuneytisins.


Tengdar fréttir

Vegabréf voru gefin út án lagaheimildar

Gefin voru út vegabréf af Þjóðskrá andstætt gildandi lögum. Árið 2010 var farið yfir verkferla varðandi útgáfu persónuskilríkja og vegabréfa og kom í ljós að einstaklingar höfðu fengið vegabréf án þess að lagaheimild væri fyrir útgáfunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.