Innlent

Íslendingar heimsins mestu grasreykingamenn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Í nýrri skýrslu á vegum Fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að Íslendingar séu sú þjóð sem neytir mestra kannabisefna á ársgrundvelli.

Skýrslan var kynnt í Vínarborg í Austurríki í dag.

Stofnunin reiðir sig á tölur frá árinu 2012 en samkvæmt útreikningum hennar neyttu 18.3 prósent Íslendinga á aldrinum 18 til 67 ára marijúana það árið.

Athygli vekur að af þeim tíu þjóðum sem neyta mestra kannabisefna hafa einungis þrjú þeirra, Bandaríkin, Kanada og Spánn lögleyft neyslu þeirra að einhverju leiti.

Eignarhald á neysluskömmtum er þó ekki refsivert á Ítalíu og lagabreytingar í þá átt eru fyrirhugaðar á Jamaíku á næstu misserum.

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur sagst vera hallur undir þá skoðun að við Íslendingar ættum að reyna að afglæpavæða neysluna í þessum málum. Þegar hann var spurður hvort hann teldi breytinga þörf á grundvallaratriðum löggjafarinnar svaraði hann: „Ég er að bjóða upp í þann dans, ég er sannfærður um að við þurfum að beita öðrum meðulum.“ 

Úr ræðustól á Alþingi í febrúar sagði hann svo: „Okkur ber einfaldlega að ræða allar mögulegar leiðir, hvort heldur það er lögleiðing fíkniefna, það sem hefur verið kallað afrefsivæðing eða afglæpavæðing, hversu vitlegt sem það orð er nú, eða herta löggjöf.“



Forsíða skýrslunnar í ár.
Þær þjóðir sem neyta mestra kannabisefna eru eftirfarandi:

  1. Ísland – 18.3 prósent
  2. Sambía – 17.7 prósent
  3. Bandaríkin - 14.8 prósent
  4. Ítalía – 14.6 prósent
  5. Nýja Sjáland – 14.6 prósent
  6. Nígería -14.3 prósent
  7. Kanada – 12.2 prósent
  8. Spánn – 10. 6 prósent
  9. Ástralía – 10.3 prósent
  10. Jamaíka – 9.86 prósent

Tengdar fréttir

Ísland á kolrangri braut í fíkniefnamálum

"Spurningin er hvernig við getum best stjórnað hegðun okkar á meðan við lifum í umburðarlyndu samfélagi sem kemur ekki fram við fólk eins og glæpamenn einfaldlega vegna þess hvað það velur að setja í líkama sinn.“

"Núverandi stefna er ekki að virka“

Vilhjálmur Árnason, fyrrverandi lögregluþjónn, situr nú á þingi og er einn flutningsmanna tillögu um nýja stefnu í fíkniefnamálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×