Íslenski boltinn

Jeppe Hansen samdi við Fredericia

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Valli

Jeppe Hansen mun yfirgefa herbúðir Stjörnunnar þegar samningur hans við Stjörnuna rennur út um mánaðamótin.

Þetta staðfesti Victor Ingi Olsen, stjórnarmaður í knattspyrnudeild félagsins, í samtali við Vísi í dag.

„Það lá alltaf fyrir að hann væri hjá okkur í aðeins þennan tíma því hann ætlaði sér alltaf að halda áfram að spila í Danmörku,“ sagði Victor Ingi en Hansen hefur samið við danska B-deildarliðið Fredericia.

„Hann leit á Íslandsdvölina sem tækifæri til að koma sér almennilega í gang fyrir tímabilið úti og þó svo að það sé auðvitað fúlt að missa hann þá eigum við fullt af góðum strákum hér í Stjörnunni.“

Hansen var ætlað það hlutverk að fylla í skarð Garðars Jóhannssonar sem hefur verið að glíma við meiðsli en nú styttist í endurkomu hans. „Garðar hefur oft verið ágætur,“ bætir Victor Ingi við.

Hansen hefur skoraðö þrjú mörk í sjö leikjum Stjörnunnar í vor.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.