Innlent

Hunter fékk loksins að borða | Myndband

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

„Hann haltrar aðeins. Það er allt og sumt,“ sagði hin sænska Katarina Reinhall eftir að hundurinn hennar Hunter fannst í hólma við Þórshöfn í Ósabotnum í kvöld.

Katarina óð sjálf út í hólmann þegar hún varð vör við Hunter en naut aðstoðar tveggja björgunarsveitarmanna við að komast aftur í land. Var Katarínu og Hunter komið fyrir inni í bíl eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi sem Hilmar Bragi Bárðarson á Víkurfréttum tók.

Gáfu þau Hunter sælgæti áður en haldið var með hann á Keflavíkurflugvöll að kröfu Tollgæslunnar. „Þú ert frægur. Þú ert stjarna,“ sagði Katarina og bætti við: „Bless allir, ég elska ykkur öll.“

Katarína sagðist í samtali við Víkurfréttir ekki myndu víkja frá Hunter fyrr en hann væri kominn um borð í flugvél og lagður af stað til Svíþjóðar.


Tengdar fréttir

"Leitin algjörlega stjórnlaus“

Hvorki tangur né tetur hefur fundist af hundinum Hunter sem slapp úr búri sínu á föstudaginn þrettánda júní síðastliðinn á Keflavíkurflugvelli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira