Innlent

Aðgerðasinni hlekkjar sig við Hval 8

Sveinn Arnarsson skrifar
Aðgerðasinninn í mastrinu.
Aðgerðasinninn í mastrinu. Aðsend mynd

Erlendur ferðamaður, 32 ára gamall Berlínarbúi, hlekkjaði sig fastann við Hval 8 í Reykjavíkurhöfn, einhverntímann í nótt, og er staðsettur í mastri skipsins. Gerir hann þetta í mótmælaskyni við hvalveiðar Íslendinga á langreyð. Hvalur 8 er í eigu Hvals HF. hvalveiðifyrirtækis Kristjáns Loftsonar. 

Ferðamaðurinn fór upp í mastrið snemma í morgun og telur sig vera búinn að ná yfirráðum yfir skipinu með þessari aðgerð sinni. Hann ætlar sér að vera hlekkjaður við mastur skipsins næstu 48 klukkustundirnar til að vekja umheiminn til umhugsunar um hvalveiðar okkar Íslendinga.

„Þrátt fyrir að ferðaþjónustan í kringum hvalaskoðun hefur vaxið fiskur um hrygg upp á síðkastið, og að hér  fari hundruð þúsunda ferðamanna í hvalaskoðun ár hvert eru Íslendingar enn að stunda hvalveiðar,“ segir í tilkynningu frá aðgerðasinnanum

Nú hefur ríkisstjórn Íslands gefið Kristjáni Loftssyni og hvalveiðifyrirtækinu Hval HF. Leyfi til að veiða 154 langreyðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.