Innlent

Kominn niður úr mastri Hvals átta

Samúel Karl Ólason skrifar
Þýski mótmælandinn Arne sem hafði komið sér fyrir í mastri Hvals 8 hefur yfirgefið skipið í Reykjavíkurhöfn. Því er haldið fram á Facebook síðu samtakanna Hard to port, sem hann er meðlimur að, að hann hafi yfirgefið hvalveiðiskipið vegna hótanna í sinn garð.

Þá segir að hann hafi komist af vettvangi og sé nú á leið frá Reykjavík.

Hann sagðist í dag ætla að vera í mastrinu í 48 klukkustundir, en hann er búsettur í Berlín og kom til Íslands sem ferðamaður.

Þegar rætt var við Arne í kvöldfréttum Stöðvar 2, en þar minntist hann ekki á neinar hótanir. Starfsmenn Hvals hf. höfðu engin afskipti af honum önnur en þau að taka myndir og ekki stóð til að hafa afskipti af honum, samkvæmt Halldóri Gíslasyni hjá Hval.

Vísir/Birta

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×