Innlent

Gefur starfsmönnum sem ekki reykja auka viku í sumarfrí

Stefán Árni Pálsson skrifar
Morten Eide.
Morten Eide. Mynd/ skjáskot af síðu NRK.
Morten Eide, framkvæmdarstjóri norska fyrirtækisins Ålgård Energy System, byrjaði fyrir þremur árum að veita reyklausum starfsmönnum auka viku í sumarfrí.

„Ég byrjaði með þessa reglu árið 2011,“ segir Eide í samtali við NRK í Noregi.

„Maður komst fljótlega að því að þeir sem reykja daglega eyða allt að hálftíma á dag í það að reykja sígarettur og það á vinnutíma. Þetta eru 110 klukkustundir á ári eða þrjár vikur.“

Eide telur að auka vika í frí fyrir þá sem ekki reykja sé sanngjörn niðurstaða.

„Mér finnst ekki sanngjarnt að refsa þeim sem ekki reykja, heldur einmitt að umbuna þeim."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×