Innlent

Nóróveira á Heilbrigðisstofnun Austurlands

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Nóróveirusýking hefur greinst á hjúkrunardeild á Heilbrigðisstofnun Austurlands á Egilsstöðum. Sýni úr vistmanni HSA  staðfesta tilfellið en ennfremur leikur grunur á fleiri tilfellum m.a. meðal starfsmanna en beðið er niðurstöðu sýnatöku. Þetta kemur fram í tilkynningu HSA.

Deildin hefur verið einangruð og lokuð og því geta ættingjar ekki heimsótt skyldfólk sitt á deildinni þar til smithætta er liðin hjá og sótthreinsun hefur átt sér stað nema að höfðu samráði við yfirmenn hjúkrunardeildar. Búist er við því að þetta gæti tekið um þrjá til fjóra daga að ganga yfir ef ástandið helst stöðugt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×