Innlent

Snarpur jarðskjálfti á Suðurlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Veðurstofa Íslands

Snarpur jarðskjálfti fannst á Suðurlandi skömmu eftir klukkan ellefu. Jarðskjálftinn var 4,1 stig og fannst mjög vel á Selfossi. Einnig fannst hann á Hvolsvelli og væntanlega víða um Suðurland. Uppruni skjálftans var 9, 6 kílómetra suðaustur af Hestfjalli klukkan korter yfir ellefu.

„Eins og sparkað væri í húsið,“ sagði íbúi á Selfossi í samtali við Vísi.

Strax í kjölfarið varð annar jarðskjálfti 3,1 kílómetra suðvestur af Hveragerði sem var 2,3 stig.

Knútur Rafn Ármann, sem býr í Reykholti segir að skjálftinn hafi ekki verið langur en mjög snarpur. „Það kom stórt högg, eins og það hefði verið keyrt á húsið.“

Nokkrir smáir skjálftar hafa orðið síðan en skoða má upplýsingar um skjálftana á vef Veðurstofu Íslands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.