Íslenski boltinn

Ólafur maðurinn á bak við sjö af þrettán bestu tímabilum Blika

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Helgi Kristjánsson.
Ólafur Helgi Kristjánsson. Vísir/Daníel
Ólafur Helgi Kristjánsson, fráfarandi þjálfari Blika í Pepsi-deild karla, náði frábærum árangri með Kópavogsliðið á sjö og hálfu tímabili sínu sem þjálfari Breiðabliksliðsins.

Ólafur er að hætta með liðið aðeins tveimur vikum fyrir Íslandsmótið og mun taka við liði í dönsku deildinni á morgun ef marka má fréttir frá Danmörku.  

Breiðablik vann sína einu stóru titla undir stjórn Ólafs, Íslandsmeistaratitilinn 2010 og bikarmeistaratitilinn 2009, auk þess að enginn annar þjálfari hefur komið Blikum í verðlaunasæti en því náði Ólafur tvisvar (gull 2010 og silfur 2012).

Þegar tólf bestu tímabil Blika í efstu deild eru skoðuð síðan að efsta deildin innihélt fyrst tíu lið sumarið 1977 kemur í ljós að lið Ólafs eru þar afar áberandi.

Ólafur er nefnilega maðurinn á bak við sjö af þrettán bestu tímabilum Blika íe efstu deild undanfarin 36 ár. Hann hefur ennfremur unnið 53 fleiri leiki í tíu eða tólf liða efstu deild heldur en næstsigursælasti þjálfari Blika.



Bestu tímabil Breiðabliks í tíu eða tólf liða efstu deild

2010 - Íslandsmeistarar (Ólafur Kristjánsson þjálfaði liðið)

2012 - 2. sæti (Ólafur Kristjánsson)

1983 - 3. sæti (Magnús Jónatansson)

1981 - 4. sæti (Fritz Kissing)

2013 - 4. sæti (Ólafur Kristjánsson)

1980 - 5. sæti (Jón Hermannsson)

1991 - 5. sæti (Hörður Hilmarsson)

1999 - 5. sæti (Sigurður Grétarsson)

2006 - 5. sæti (Ólafur Kristjánsson)

2007 - 5. sæti (Ólafur Kristjánsson)

2009 - 5. sæti (Ólafur Kristjánsson)

2011 - 6. sæti (Ólafur Kristjánsson)

1977 - 6. sæti (Þorsteinn Friðþjófsson)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×