Innlent

Óvíst með framhaldið hjá Vilborgu - Adventure Consultants gera hlé á starfsemi sinni

Vilborg Anna Gissurardóttir.
Vilborg Anna Gissurardóttir.

Fyrirtækið Adventure Consultants hefur ákveðið að fara ekki í fleiri ferðir upp á topp Everest fjalls að sinni en þrír starfsmenn þess voru í hópi leiðsögumannannna sem fórust á fjallinu á dögunum.

Vilborg Anna Gissurardóttir ætlaði á fjallið með þessu fyrirtæki og því er alls óvíst um hvort hún eigi kost á að reyna við að komast upp á þetta hæsta fjall jarðar.

Í tilkynningunni segir að fyrirtækið vilji gefa samfélagi Sherpa, sem eru leiðsögumenn á fjallinu, tækifæri til þess að syrgja látna félaga og fjölskyldumeðlimi og því hafi sú ákvörðun verið tekin að hætta starfsemi á þessu tímabili.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira