Skoðun

Fylkjaskiptur veruleiki?

Stefanía G. Kristinsdóttir skrifar
Ég var að ljúka við lestur á ævintýrabókinni Afbrigðin sem tekur við af ævintýrunum um Hungurleikana. Stríðandi heimar ólíkra tegunda. Kannski þessi ævintýri séu dæmisögur samtímans tilraun til að minna okkur á þann tegundaskipta veruleika sem við búum við hér á jörðinni. Í Hungurleikunum skiptast fylkin niður eftir hlutverkum. Í Afbrigðunum skiptast fylkin eftir eðli íbúa, grunnhugmyndin var að skapa heild en niðurstaðan verður stríð. Í báðum tilvikum elur fylkisskipanin á ótta og tortryggni.  Afbrigðin ógna skipulaginu en þeir einstaklingar sem geta skilið og tileinkað sér þankagang ólíkra fylkja.

Fyrir kosningar varpaði foringi Framsóknarflokksins oft fram þeirri líkingu að fylgjendur flokkanna líkt og aðdáendum liðanna í enska Boltanum fylgdu flokkunum í blindni. Með þessum áherslum sínum staðsetti hann sig á hlutlausu svæði og náði eyrum þeirra sem telja sig ekki tilheyra fylkingum stjórnmálaflokkana. Á meðan Besti flokkurinn lofaði engu þá lofaði Framsókn öllu, á meðan Sigmundi var alvara þá gerði Jón grín að fáránleika stjórnmálanna.

Öllum hættir okkur til að taka sjálf okkur of alvarlega, halda jafnvel að við séum ómissandi. Hættan á því að þetta gerist margfaldast þegar við erum umkringd fólki sem er sammála á meðan hættan minnkar þegar fólki með ólíkar skoðanir vinnur saman.  Hrokafullir einræðisherrar eru ein afleiðing þessarar fylkjaskiptu veraldar.  Við þurfum á fjölbreytni að halda til að vaka yfir hugsunum okkar og viðhorfum, til að skilja að það er dyggð að hlusta, skilja aðrar og geta skipt um skoðun.

Ég fór eitt sinn í kynnisferð í Alþingi Íslendinga með hópi kvenna. Þar skoðuðum við flokksherbergin og hlustuðum á leikræn tilþrif og svívirðingar í þingsal. Við upplifðum að utan þingsala  ríkti vinátta og virðing þvert á flokka og að í nefndum ynni fólk oftast af heilindum að því að ná niðurstöðu og sátt í ólíkum málum.

Af hverju tökum við kjósendur þátt í fylkjaskiptu stríði stjórnmálanna í stað þess að krefjast þess að fá að kjósa fólk sem við treystum til áhrifa? Væri slíkur hópur fólks ekki  líklegri til að taka afstöðu byggt á gildum sínum og  þekkingu í stað þess að vera bundið af loforðalistum þar sem tvinnast saman meint eðli ólíkra flokka og niðurstaða vinsældakannana?

Margir eygðu von um breytt skipulag í kjölfar hrunsins, Jóhanna Sigurðardóttir og fleiri stjórnmálamenn lýstu yfir andláti fjórflokksins eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Enginn forystumaður stjórnmálafokks gerir það nú, þvert á móti.

Íslendingar eru aftur farin að velja skásta flokkinn. Okkur ætti því ekki að bregða þegar flokkaskiptur veruleiki stjórnmálanna verður aftur til þess að einsleitni, ótti og tortryggni verður ofaná í stað þeirrar fjölbreytni sem við virðumst ekki þora að gangast við.

Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.




Skoðun

Skoðun

Er þetta eðli­legt?

Guðrún Árnadóttir,Guðrún Tara Sveinsdóttir,Hekla Kollmar,Þorgerður Jörundsdóttir skrifar

Sjá meira


×