Innlent

Undirskriftarsöfnun lýkur á sunnudaginn

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Skjáskot

Undirskriftarsöfnun Já Ísland gegn viðræðuslitum við Evrópusambandið lýkur næstkomandi sunnudag. Þá hefur söfnunin staðið yfir í 63 sólarhringa, eða einn fyrir hvern þingmann á Alþingi.

„Fleiri hafa ekki skrifað undir áskorun til Alþingis í 40 ár,“ segir á heimasíðu Já Ísland. 53.533 eru skráðir á listann sem samsvarar 22,1 prósenti af kosningabærum íbúum landsins.

Einnig segir að stefnt sé á að afhenda þingmönnum undirskriftarlistann um mánaðarmótin apríl – maí. Fyrst þurfi þó að ganga frá nafnalistum, keyra saman við þjóðskrá og undirbúa listann til prentunar.
Fleiri fréttir

Sjá meira