Innlent

Undirskriftarsöfnun lýkur á sunnudaginn

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Skjáskot

Undirskriftarsöfnun Já Ísland gegn viðræðuslitum við Evrópusambandið lýkur næstkomandi sunnudag. Þá hefur söfnunin staðið yfir í 63 sólarhringa, eða einn fyrir hvern þingmann á Alþingi.

„Fleiri hafa ekki skrifað undir áskorun til Alþingis í 40 ár,“ segir á heimasíðu Já Ísland. 53.533 eru skráðir á listann sem samsvarar 22,1 prósenti af kosningabærum íbúum landsins.

Einnig segir að stefnt sé á að afhenda þingmönnum undirskriftarlistann um mánaðarmótin apríl – maí. Fyrst þurfi þó að ganga frá nafnalistum, keyra saman við þjóðskrá og undirbúa listann til prentunar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira