Innlent

Sveinbjörg Birna oddviti Lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Sveinbjörg verður oddviti listans.
Sveinbjörg verður oddviti listans.

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir lögfræðingur skipar fyrsta sæti Lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum 31. maí. Um er að ræða samsettan lista og skipa hann bæði flokksbundnir framsóknarmenn og óflokksbundið fólk.

Þetta var tilkynnt á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Reykjavík nú fyrir skömmu en Sveinbjörg er formaður Landssambands framsóknarkvenna og var í þriðja sæti framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í síðustu alþingiskosningum.

Vísir hafði öruggar heimildir fyrir því að Sveinbjörg yrði tilkynnt sem oddviti Framsóknarflokksins í kvöld. Hún vildi þó ekki staðfesta það þegar Vísir heyrði í henni hljóðið fyrr í dag.

„Ég verð að segja no comment. Þú verður bara að mæta á fundinn í kvöld,“ sagði Sveinbjörg við það tilefni. Nú er ljóst að hún mun leiða hinn nýja lista í kosningunum sem fram fara 31. maí.

Sveinbjörg skipaði 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í alþingiskosningunum vorið 2013. Hún er lögfræðingur að mennt og rekur lögfræðistofuna Lögmenn í Kópavogi.


Tengdar fréttir

Aukakjördæmaþingi var frestað í tvígang

Brösuglega hefur gengið fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík að ná saman lista til borgarstjórnar. Aukakjördæmaþingi hefur verið frestað tvívegis, þann 5. apríl og 24. apríl. Þriðja tilraun til aukakjördæmaþings verður þann 29. apríl næstkomandi.

Konurnar klárar en forystan ósannfærð

"Þetta er bara spurningin hverjum er treyst til að leiða listann,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna.

Óvissa hjá framsóknarmönnum í Reykjavík

Guðni Ágústsson hætti á elleftu stundu við að taka oddvitasæti hjá Framsókn í Reykjavík. Sigrún Magnúsdóttir segir menn hafa farið hamförum í gagnrýni á Guðna. Framsóknarmenn segja framboðsmálin vandræðaleg.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.