Viðskipti innlent

Meniga stefnir yfir milljarð í ár

Jón Júlíus Karlsson skrifar

Hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2014 sem afhent voru á Nýsköpunarþingi í gær. Verðlaunin er veitt til fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu og náð hefur árangri á markaði.

Uppgangur Meniga á síðustu árum hefur verið hraður en fyrirtækið er markaðsleiðandi í Evrópu á sviði heimilisfjármálahugbúnaðar í gegnum netbanka og með viðskiptavini í fjórtán löndum.

Meniga var stofnað snemma árs 2009 en í dag starfa um 80 starfsmenn hjá fyrirtækinu í þremur löndum. Hugbúnaður Meniga nær til um 15 milljón netbankanotenda. Velta fyrirtækisins var um 700 milljónir á síðasta ári og stefnir þetta unga fyrirtæki yfir milljarð á þessu ári.

Rætt er við Georg Lúðvíksson, framkvæmdastjóra Meniga í myndbandinu hér að ofan.


Tengdar fréttir

Tuttugu prósent nota vef Meniga

Meniga fékk á Nýsköpunarþingi í gærmorgun Nýsköpunarverðlaun Íslands 2014. Meniga er leiðandi í Evrópu á sviði heimilisfjármálahugbúnaðar, með sautján viðskiptavini í fjórtán löndum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
0,13
5
93.108
VIS
0
3
9.252
ORIGO
0
1
5.125
SJOVA
0
6
57.051
TM
0
1
15.150

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-2,06
5
38.300
SIMINN
-1,84
5
90.353
N1
-1,65
6
126.050
REITIR
-1,52
3
54.714
SYN
-1,42
5
94.490
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.