Innlent

Fer fram á tvær milljónir í miskabætur

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
VÍSIR/GVA
Í morgun var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness meiðyrðamál Ástu Sigurðardóttir, eiganda hundaræktunarinnar á Dalsmynni, gegn Árna Stefáni Árnasyni.

Ásta krefst þess að ummæli Árna sem fram komu í bloggi hans á DV.is og í þættinum Málið á Skjá einum verði dæmd dauð og ómerk. Ummælin lúta meðal annars að því að Árni sagðist sannfærður um að ákvæði dýraverndunarlaga væru brotin með starfseminni í Dalsmynni.

Ásta staðfesti þetta í samtali við Vísi. Hún fer fram á að Árni greiði sér tvær milljónir í miskabætur vegna ummælanna sem eru fjölmörg.

„Hann var bara að skíta mig út,“ segir Ásta. 


Tengdar fréttir

Hörmungasaga frá upphafi til enda

"Þetta er kallað Puppy Farming eða hvolpaframleiðsla,“ segir Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, um starfsemina á Dalsmynni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×