Innlent

Þrjú þúsund leiguíbúðir á næstu árum

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Samfylkingin í Reyjavík samþykkti í dag kosningastefnu sína fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Eitt af helstu áherslumálum flokksins er að hefja uppbyggingu á 3000 leigu og búseturréttaríbúðum á næstu fimm árum.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóraefni Samfylkingarinnar kynnti kosningastefnu flokksins í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í dag. Eitt af helstu stefnumálum flokksins  mæta stóraukinni eftirspurn eftir leiguhúsnæði.

Áætlun Samfylkingarinnar sem kallast Húsnæðispakkinn felur í sér að hefja uppbyggingu á 2500 til 3000 íbúðum á næstu þremur til fimm árum. Það á að útfæra með ýmsum leiðum, meðal annars með uppbyggingu á þúsund stúdentaíbúðum.

Annað stórt stefnumál flokksins kallast Barnapakkinn og er stefnt að því að hækka frístundakort í 50 þúsund krónur á hvert barn.

Samfylkingin mælist stærsti stjórnmálaflokkurinn í Reykjavík um þessar mundir. Dagur segir það gott veganesti í þá baráttu sem er framundan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×