Innlent

Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland haldi eigin fiskveiðistjórnunarkerfi

Ingvar Haraldsson skrifar
Ísland ætti að geta haldið stjórn á eigin fiskveiðilögsögu.
Ísland ætti að geta haldið stjórn á eigin fiskveiðilögsögu. Mynd/GVA
Skýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um úttekt á aðildarviðræðum við ESB birtist nú í morgun. Í sjávarútvegskafla skýrslunnar kemur fram að Ísland ætti að geta komið í veg fyrir að þurfa að úthluta afla til erlendra aðila við Íslandshaf.

Í skýrslunni segir: „Þetta er hægt án þess að undanþágur eða sérlausnir komi við sögu með því að setja svipuð skilyrði og gert er í löggjöf Breta og Dana til að koma í veg fyrir svokallað kvótahopp. Eitt af skilyrðunum sem sett eru í danskri löggjöf er að erlendir ríkisborgarar þurfa að hafa verið búsettir í Danmörku í a.m.k. tvö ár til að fá leyfi til atvinnuveiða í danskri lögsögu.“

Jafnframt segir í skýrslunni að embættismenn ESB hafi bent á að klæðskerasniðnar lausnir séu algengar innan sambandsins. Sjávarútvegslöggjöf ESB sé ekki jafn stíf og ætla mætti. Því ætti að vera hægt að finna lausnir sem taka mið af óskum Íslendinga.

ESB hefur hinsvegar aldrei samið við ríki með sjávarútveg sem grundvallarhagsmuni í aðildarviðræðum. Því er ekki hægt að vita hvernig samningaviðræðurnar muni fara nema á verði reynt.


Tengdar fréttir

Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus

"Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar," segir einn skýrsluhöfunda

Ísland áhrifalaust með EES-samningum

Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×