Erlent

Flugvélin fórst í Suður-Indlandshafi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Aðstandendum farþega týndu flugvélarinnar frá Malasíu hefur verið boðinn flugmiði til Ástralíu og hafa þau verið beðin um að koma saman vegna óvænts blaðamannafundar sem hefst klukkan tvö.

Fólkinu hefur borist skilaboð þar sem segir að nauðsynlegt sé að gera ráð fyrir því að MH370 hafi farist og enginn um borð hafi lifað af. „Við verðum að sætta okkur við að sönnunargögn bendi til að vélin hafi brotlent í suður-Indlandshafi.“

Ný gögn sýna fram á að flugvélinni hafi verið flogið suður og síðasta staðfesta staðsetning vélarinnar var í suður-Indlandshafi vestur af Perth.

Miðað við útreikninga mun gæti flugvélin ekki hafa náð til flugvallar. Najib Razak, forsætisráðherra Malasíu, staðfesti á blaðamannafundi klukkan tvö að flugvélin hafi farist í hafinu.

Tilkynningin byggði þó eingöngu á gervihnattagögnum sem breskir aðilar rannsökuðu. Ekki á mögulegu braki sem fannst í Indlandshafi í nótt og í morgun.

Frekar upplýsingar verða gefnar á seinni blaðamannafundi í kvöld eða nótt að íslenskum tíma.

Flugvélin týndist þann 8. mars á leiðinni milli Kuala Lumpur og Peking. Um borð voru 227 farþegar frá 15 löndum og tólf starsfmenn. Flestir farþeganna voru frá Kína.

Samkvæmt fjölmiðlum sem voru með blaðamenn á fundinum fóru margir að gráta við þessar fréttir.

Frá blaðamannafundinum.Vísir/AFP
Tilkynning forsætisráðherra Malasíu.
SMS skilaboðin sem aðstandendur farþega vélarinnar fengu fyrr í dag.

Tengdar fréttir

Farþegaflugvélin breytti um stefnu

Týnda Boeing-farþegaflugvélin í Malasíu breytti um stefnu. Samkvæmt ratsjá var hún komin hundruð kílómetra frá því svæði sem síðast var vitað um ferðir hennar. Ekkert er vitað um ástæðuna fyrir þessari dularfullu stefnubreytingu vélarinnar.

Dularfullt hvarf farþegaflugvélar

Þegar flug MH370 hjá Malaysia Airlines hvarf af ratsjá í góðu veðri síðastliðið laugardagskvöld gat enginn útskýrt hvernig þessi Boeing 777-farþegaflugvél gat horfið að því er virtist upp úr þurru. Síðan þá hafa misvísandi upplýsingar og alls kyns kenningar verið í gangi um hvarfið án þess að nein sönnunargögn hafi komið fram. Hvað sem því líður þá er þessi þota með 239 manneskjur um borð enn ófundin

Brak úr vélinni mögulega fundið á Indlandshafi

Ástralar telja sig mögulega hafa fundið brak á gervitunglamyndum sem gæti verið úr Boeing þotu Malaysian Airlines sem hvarf þann áttunda mars síðastliðinn með 239 manns innanborðs skömmu eftir flugtak frá Kuala Lumpur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×