Innlent

Missir skírteinið vegna ölvunar án þess að hafa verið undir stýri

Ökumaður einn verður að öllum líkindum sviftur ökuréttindum fyrir ölvunarakstur í nótt, án þess þó að hafa ekið bíl.

Málið kom upp við eftirlit lögreglu með umferð um Reykjanesbraut við Mjódd, þar sem allir bílar voru stöðvaðir. Einn þeirra var merktur æfingaakstri og sat 16 ára unglingur þar undir stýri, en fram í sat leiðbeinandinn, sem reyndist undir áhrifum.

Þar sem hann ber ábyrgð á akstri nemandans, missir hann réttindin.

Hún var hinsvegar ný orðin 17 ára og búin á fá bílpróf, stúlkan sem var stöðvuð eftir að lögregla hafði mælt bíl hennar á á 143 kílómetra hraða á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund.

Hún var alsgáð, en missir samt ökuréttindin. Málið var afgreitt með aðkomu foreldra og tilkynnt barnaverndarnefnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×